Pöntunarskjár
Einfaldur og áreiðanlegur pöntunarskjár fyrir þitt eldhús
Uppfylltu pantanir hvar sem er, í einföldum en jafnframt sérsniðnum pöntunarskjá.

Sama hvað þú ert að elda, áreiðanleiki skiptir máli
Pöntunarskjár sem vinnur vel undir álagi
Allar pantanir á einum stað í rauntíma. Stjórnaðu biðtíma, forgangsraðaðu pöntunum og settu sérstilltar viðvaranir í pöntunarskjánum.

Fáðu góða yfirsýn yfir hvað er í vinnslu.
Þú færð einfalt yfirlit yfir hvaða vörur eru í vinnslu og fjölda pantana hverju sinni.

Flýttu fyrir afgreiðslu og fylgstu með afgreiðsluhraða
Í stjórnborðinu getur þú fylgst með afgreiðsluhraða hjá hverju útibúi, frá því að pöntun er gerð, þangað til hún er slegin út af pöntunarskjánum.


Sýndu pantanir frá öllum miðlum, á einum stað.
Hvort sem þú tekur við pöntunum í gegnum netið, kassakerfi eða appi, þá er allt sent í einn eða fleiri pöntunarskjái. Við aðstoðum þig að koma upp pöntunarskjá sem hentar þínu ferli.

Uppfylltu pantanir hratt og örugglega, í hvert skipti.
Raðaðu pöntun eftir forgang
Forgangsraðaðu og skipulagðu pantanir með sérsniðnum stillingum, tímaáætlun og viðvörunum
Stýrðu pöntunum
Sendu pantanir á réttar stöðvar til að auka nákvæmni og hraða afgreiðslu.
Góð innsýn eykur árangur
Fáðu yfirlit yfir undirbúningstíma fyrir hverja pöntun. Aukin frammistaða með góðri innsýn.